Fimmtudagsmyndin á Netflix: Show Me Love eða Fucking Åmål

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Show Me Love eða Fucking Åmål

showmelove
Fimmtudagsmyndin er valin einu sinni í viku flestar vikur ársins og líkt og nafnið gefur til kynna eru þær kynntar á fimmtudögum. Þær geta verið allt frá fjölskyldumyndum til hryllingsmynda, valið er algjörlega byggt á því í hvaða skapi ég er í þá vikuna, en allar eiga þær það sameiginlegt að vera aðgengilegar á Netflix og það að vera allar í eldra lagi.

Show Me Love (1998) eða Fucking Åmål eins og við Íslendingar þekktum hana á sínum tíma var ein af mínum allra uppáhaldsmyndum þegar ég var unglingur.

Hún var svo mikið uppáhald að enn í dag er Lukas Moodyson, leikstjóri myndarinnar, minn uppáhalds leikstjóri og ég hef séð allar myndirnar sem hann hefur gert eftir Fucking Åmål fyrir utan eina.

Myndin fjallar um Agnesi og Elinu sem búa í smábænum Åmål í Suður-Svíþjóð. Stelpurnar eru algjörar andstæður félagslega en Elin er samt sem áður bálskotin í Agnesi og þær dragast þrátt fyrir allt að hvorri annarri og aðdráttaraflið á milli þeirra verður á endanum til þess að þær enda heima hjá Agnesi að ræða um kókómjólk… hvað annað?

3 ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Show Me Love:

1. Elin

Agnes er æði en ég komst að því eftir að horfa á þessa mynd aftur að Elin er enn þann dag í dag fyrirmyndin mín í lífinu. Hún kenndi mér einkennisorð unglingsára minna (Jeg hader mit liv!), hún hataði smábæinn sem hún ólst upp í eins og ég (sorry, Akureyri) og ótrúlegt en satt miðað við það hvernig hún er til fara fannst mér hún líka alveg mega smart! Það eina sem mér fannst ég ekki eiga sameiginlegt með henni var það að hún elskaði O’boy (kókómjólk) það mikið að hún hafði orku í að hjóla í systur sína að morgni til fyrir það að hafa klárað hana.

Bestu  frasarnir hennar Elínar:

 


“Hon tog den sista O’boyen!” –

“Hún kláraði kókómjólkina!” (já, kókómjólk kemur oft við sögu)

“Jag är så jävla snygg! Jag ska bli fröken Sverige!”
“Ég er svo sæt! Ég verð Ungfrú Svíþjóð!”

“Jag ska sluta andas”
“Ég ætla að hætta að anda”

“Eller så kan vi råna en pensionär eller nåt”
“Eða við getum rænt ellilífeyrisþega í kvöld?”

“Jag vill gå på rave!”
Ég vil fara á rave!”

“Mamma? Jag är lesbisk….homosexuell…nej, jag bara skojade.”
“Mamma? Ég er lesbísk…samkynhneigð…nei, ég er bara að djóka”

2. Systurnar

Ég vona að það segji ekki neitt of slæmt um samband mitt við systur mína… en ég elska systrasambandið á milli Elinar og Jessicu eldri systur hennar. Þær rífast eins og hundur og köttur en eru samt sem áður bestu vinkonur og segja hvorri annarri (næstum) allt. Þær virðast vera í stöðugri uppreisn gegn hvor annarri en eins og flestir unglingar vita þær líklega bara ekkert hvar þær standa.

Ég skal aldrei aftur hella á þig kókómjólk.

3. 90’s unglingsárin

Ef þú varst unglingur á þessum tíma eða ef þú hefur einhvertíma verið unglingur þá áttu eftir að þekkja sjálfa(n) þig í mjög mörgum atriðum í þessari mynd.

Fruit of the Loom peysurnar, smellubuxurnar, buffalo skórnir, nafnahálsmenin, melluböndin og hlýrabolirnir draga fram alveg nógu margar minningar fyrir þau sem voru unglingar á svipuðum tíma en samræðurnar og aðstæðurnar sem koma upp í myndinni ættu allir að þekkja frá því þeir voru unglingar.

En pabbi þú ert að tala um 25 ár. Því miður, þá vil ég frekar vera glöð núna heldur en eftir 25 ár.

Ég mæli með Show Me Love fyrir alla sem hafa verið unglingar, fyrir alla sem eiga unglinga og fyrir alla sem hafa einhvertíma verið í tilvistarkreppu… eða fyrir þá sem hafa búið á Akureyri eða öðrum smábæ og ekki líkað það. Show Me Love er að sjálfsögðu aðgengileg á Netflix!

Þetta er fyrsta myndin sem ég elskaði út af lífinu og eins og orðatiltækið segir: „First loves never die”

P.S. Til að setja texta á myndina í Apple TV ferðu í Settings -> Audio & Video -> Subtitle Language og stillir á það tungumál sem þú vilt hafa. P.S 2 Þetta er versti trailer sem ég hef séð:

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=J54QQl0U_e0[/youtube]

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest