Fimmtudagsmyndin á Netflix: Scream

Fimmtudagsmyndin á Netflix: Scream

Scream-Movie
Fimmtudagsmyndin er eins og nafnið gefur að kynna valin á hverjum fimmtudegi. Hún getur verið um hvað sem er og það eina sem þær eiga sameiginlegt er að þær eru allar aðgengilegar á Netflix og þær eru allar orðnar allavega nokkurra ára gamlar.

Þegar ég bjó í Bandaríkjunum fyrir 10 árum síðan tók ég upp þann skemmtilega sið að horfa alltaf á hryllingsmyndir og spennutrylla í október í undirbúningi fyrir hrekkjavökuna. Þess vegna verða bara hryllingsmyndir til umfjöllunnar í fimmtudagsmyndinni í október.

Backstreet Boys, magabolir, Spice Girls, smekkbuxur, Friends, X-files, Clueless og Scream er sirka það sem summar upp 90’s fyrir mér. Þar sem ég elska “all things 90’s” þá lá beint fyrir að fjalla um Scream í þessum hryllingsmyndamánuði!

Fyrir þær óheppnu sálir sem hafa ekki séð Scream(1996) þá fjallar hún um framhaldsskólanemandann Sidney (Neve Campbell) sem býr í Woodsboro í Kaliforníu. Lífið í bænum umturnast þegar tveir samnemendur Sidney eru myrtir og minnir það hana óþægilega á dauða móður hennar sem var myrt nokkrum áður fyrr.

Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Scream:

1. 90’s

Þessi mynd er 90’s alveg í gegn, það mikið að einu sinni þykir sannað að einn karakterinn í myndinni sé morðinginn af því hann var með farsíma á sér…svo tók sólarhring að rekja símtölin úr farsímanum þar sem “recents” var greinilega ekki komið í gemsa þessarra tíma.

19 ár og mig dreymir enn blauta drauma um varalitinn sem Drew er með í byrjunarsenunni.

Það er fátt meira 90’s en samband David Arquette og Courtney Cox sem kynntust einmitt við gerð þessarar myndar.

Klæðnaðurinn…þá aðallega allt sem Tatum (Rose McGowan) klæddist þó að stóru peysurnar hennar Sidney líti líka allar út fyrir að vera einu númeri of þægilegar!

2. Matthew Lillard

Alveg síðan ég sá Hackers hef ég verið smá skotin í Matthew Lillard, skotið óx svo bara þegar ég sá hann í Scream og svo enn meira þegar ég sá hann í She’s All That. Það er eitthvað við þennan krípí og fáranlega mann sem bara heillar mig alveg aðeins of mikið…og ég skammast mín bara pííínu fyrir það.

3. Bílskúrinn

Þið sem hafið séð myndina vitið um hvað ég er að tala…þetta atriði er enn í martröðum mínum!

FRÓÐLEGAR STAÐREYNDIR UM SCREAM:

 • Wes Craven leikstjóri myndarinnar á cameo í myndinni, en hann leikur húsvörðinn. Húsvörðurinn heitir Freddy og er í röndóttri peysu sem er tilvitnun í karakterinn Freddy Krueger úr A Nightmare on Elm Street sem Wes leikstýrði einnig. Wes er líka í “Ghostface” búningnum í nokkrum atriðum í myndinni.
 • Eftir að Scream kom út jukust kaup á símnúmerabirtingarþjónustum þrefalt.
 • Það er hellingur af “reffum” í aðrar hryllingsmyndir:
  • Kærasti Sidney heiti Billy Loomis, kærastinn í Psycho heitir Sam Loomis og læknirinn í Halloween heitir Samuel Loomis.
  • Myndin sem er horft á í partýinu er Halloween.
  • Drew Barrymore var upprunalega ráðin í hlutverk Sidney en hún náði að sannfæra framleiðendurna um það að það væri betra að hún væri í hlutverki Casey því þá yrðu örlög hennar óvissari.
  • Molly Ringwald var líka boðið hlutverk Sidney en þar sem hún var 27 ára hafnaði hún hlutverkinu þar sem hún vildi helst ekki leika einstakling á framhaldsskólaaldri.
  • Linda Blair sem lék Regan (litlu stelpuna) í The Exorcist á cameo í myndinni sem fréttamaður.
  • Línan “Go to the McKenzies” kemur fram bæði í Scream og í Halloween.
 • Gríman sem morðinginn er með er byggð á málverkinu “Ópið” eftir Edvard Munch.
 • Saga myndarinnar er að hluta til byggð á morðingja sem fékk viðurnefnið “The Gainseville Ripper”
 • Courtney Cox barðist fyrir hlutverki í þessari mynd þar sem hún vildi sýna fram á að hún gæti leikið annað hlutverk en Monicu Geller. Framleiðendurnir voru ekki vissir í fyrstu en að lokum náði hún að sannfæra þá.

Scream er fyrir löngu orðin klassísk en myndin verður 20 ára á næsta ári…sem ég er varla að trúa þar sem ég man ennþá eftir því þegar ég laumaðist til að horfa á hana heima hjá vinkonu minni án þess að fá leyfi hjá mömmu, enda bara 12 eða 13 ára. Það er svo um að gera að taka maraþon í þessum mánuði þar sem Scream 2 og 3 eru líka á Netflix!

 [youtube]https://www.youtube.com/watch?v=AWm_mkbdpCA[/youtube]

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest