Fimmtudagsmyndin: Maid in Manhattan með Jennifer Lopez (2002)

Fimmtudagsmyndin: Maid in Manhattan með Jennifer Lopez (2002)

Maid in Manhatta

Ég veit ekki hvort ég er ein um þetta en stundum elska ég bara að horfa á lélegar bíómyndir. Þá sérstaklega bíómyndir sem eru það slæmar að mér líður illa og ég þarf að líta undan yfir vandræðalegustu atriðunum! Maid in Manhattan er akkúrat þannig mynd!

Maid in Manhattan (2002) fjallar um hótelþernuna og einstæðu móðurina Marisu Ventura (Jennifer Lopez). Á milli þess sem hún þrífur herbergi, og sinnir ofurríkum hótelgestum, sinnir hún syni sínum Ty (Tyler Posey) sem á ofurlélegan föður sem bregst honum alltaf. Með Marisu á hótelinu vinnur vinkona hennar Steph sem virðist fá eitthvað sérstakt út úr því að lifa í gegnum annað fólk og koma því í vandræði… fullkomin mynd!

Þrjár ástæður fyrir því að þú VERÐUR að sjá Maid in Manhattan:

1. Hún hefur allt!

Það er alveg sama eftir hvaða týpíska rom-com hlut þú leytar, hann er til staðar!

“Token black woman” ✅
“Girl power” augnablik ✅
Öskubusku augnablik ✅
Dansatriði ✅
Hin konan ✅
Og auðvitað af því myndin er sirka 11-15 ára gömul, lag með Norah Jones ✅

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=lbjZPFBD6JU[/youtube]

2. Tyler Posey

Persónulega veit ég varla hver Tyler Posey er fyrir utan það að hann leikur í Teen Wolf, en fyrir ykkur sem eruð yngri en ég (og fyrir þær sem eru “cougars”) og elskið Tyler Posey þá má víst ekki missa af þessari mynd! Tyler leikur son Jennifer Lopez með stakri prýði og óx svo úr grasi með stakri prýði…. (kv. “fellow cougar”)

3. Jenny from the block

Ég hef alltaf haft eitthvað undarlegt dálæti á Jennifer Lopez. Mér finnst tónlistin hennar hörmung og myndirnar sem hún leikur í oftast hræðilegar en samt sem áður finnst mér eitthvað heillandi við hana, annað en það að hún er einfaldlega ein fallegasta kona í heimi:

Það er líka ekki annað hægt en að dást að manneskju sem þorir að klæða sig svona. Hér er hún á frumsýningu Maid i Manhattan í Frakklandi:

 

Ég hefði auðvitað minnst á Ralph Fiennes og Nathasha Richardson en það er bara smá gefið að þau eru það besta við myndina…er það ekki? Maid in Manhattan er þrátt fyrir allt alveg ótrúlega þægileg heilalaus mynd.

Hún er ekki illa leikin, eða illa tekin svo maður þarf ekki að láta það fara í taugarnar á sér og getur einbeitt sér algjörlega að því að garga á sjónvarpið yfir hræðilega ólíklegri sögunni og enn ólíklegri viðbrögðum aðalpersónanna.

Svo ef þú þráir að slökkva á heilanum á þér eitt kvöld og velta þér upp úr vandamálum fólks sem aldrei gæti verið til þá mæli ég svo sannarlega með Maid in Manhattan!

[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=xhtAyshwDFk[/youtube]

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest