Erfiðir vinnudagar, stress, kuldi, myrkur, peningavandamál og þreyta eru hlutir sem hrjá marga Íslendinga yfir veturinn.
En þá er um að gera að taka sér einn dag og gera eitthvað skemmtilegt og afslappandi í góðra vina hópi eða bara með sjálfum sér.
Hér eru nokkrar góðar hugmyndir sem kosta ósköp lítið:
1. Sundlaugar, gufa og heitir pottar: Sundsprettur, gufa og heitir pottar eru svo sannarlega góðar leiðir til að slappa af. Svo er auðvitað klassískt að fá sér pylsu og kók á eftir.
2. Kaffihús með góðum vinkonum: Farðu á kaffihús með þínum bestu vinkonum og talaðu um allt á milli himins og jarðar. Það er ótúlegt hvað spjall við vinkonurnar getur látið manni líða vel. Mín uppáhalds kaffihús eru Hressingarskálinn og B5.
3. Dekurkvöld heima með heimatilbúnum möskum og Mojito: Heimatilbúnir maskar eru skemmtileg og ódýr leið til að láta sér líða vel. Hér er ein góð uppskrift af maska sem ég fann á netinu :
- 1/2 avocado
- 1 gulrót (soðin)
- ein teskeið af ólívuolíu
allt sett saman í blandara og smellt í andlitið og látið vera í 20 mínútur. Ekki gleyma gúrkunum góðu á augun 😉 Flestar skvísur þekkja svo Mojito-inn, uppskrift að honum HÉR.
Með þessu er svo hægt að smella fögrum hljómum í tækið og slaka á.
4.Farðu í Kolaportið í leit að földum fjarsjóðum: Mér finnst ótrúlega gaman að kíkja í Kolaportið og skoða allt fína dótið sem fólk er að selja frá sér. Það er oft hægt að finna ótrúlegustu hluti fyrir algjört slikk. Máli er bara að mæta fyrstur til að fá flottasta dótið eða vera seinastur og fá besta verðið. Svo má ekki gleyma að það er alltaf hægt að prútta!
5. Ódýrt út að borða með mömmu: Það er alltaf gott að hitta mömmu sína í gott spjall. Mömmur hafa oft góð ráð varðandi ýmsu hluti og þær hlusta alltaf á mann, enda er engin ást sterkari en móðurástin. Það þarf alls ekki að vera dýrt að fara út að borða. Dæmi um góðann og ódýran stað er Santa María á Laugarveginum, flestir réttir á matseðli þar eru á 1300-2500 kr.
Látið ykkur nú líða vel og hugsið vel um ykkur í myrkrinu og kuldanum og munið að sumarið er handan við hornið ! 😉
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.