Haust og vetrarlínan af sokkabuxum frá Ítalska framleiðandanum Filodoro er æðisleg. Fashion línan frá þeim kemur tvisvar á ári og þá ertu með eitthvað sem kemur bara þá og svo ekki aftur enda samtvinnað í tísku þess tímabils.
Í haust komu til dæmis allskonar hnésokkar, sokkabuxur með svörtu tiger mynstri, blúndumynstur og sjúklega sætir lærasokkar. Frá Top-Shop komu líka æðislegir kjólar sem fara vel við sokkabuxnatískuna í haust og vetur en þeir eru mátulega stuttir og mátulega síðir til að njóta sín vel við sokka og sokkabuxur.
Verðið á tískuvörum frá Filodoro er líka gott en það fer yfirleitt aldrei hærra en 2000 kr. Fást í Hagkaup, Krónunni og víðar…
Módel: Ásdís Eva og Ari Björn Make-up: Margrét Sæmundsdóttir Stílisti: Stella Björt Ljósmyndari: Katrín Braga
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.