Soho House í Berlín er einkaklúbbur með einum 40 svefnherbergjum, eins dramatískur og þeir gerast.
Klúbburinn er í hátta hæða gullfallegri Bauhaus byggingu sem er staðsett í Mitte hverfinu í Berlín en þar er meðal annars að finna veitingastaði, sundlaug á þakinu, bari, kvikmyndasal og prívat borðsal.
Upprunalega hýsti húsið verslunarmiðstöð en eftir seinni heimstyrjöldina tók kommúnistaflokkurinn yfir bygginguna til að hýsa skjöl og ýmsar sagnfræðiheimildir er tengdust flokknum.
Það var svo upp úr 1956 sem aðrir eigendur tóku við og nú hefur um margra ára skeið verið rekin þarna einkaklúbbur og hótel.
Almenningur getur bókað herbergi í Soho house en nóttin í stóru herbergi frá mánudegi til þriðjudags er á tæpar 60.000 kr. Ekki lítið, en örugglega peningananna virði fyrir alvöru dramadrottningar.
Þarna hafa örugglega allskonar spennandi hlutir gerst og margar skáldsögur kviknað… skemmtilegt og sannarlega svolítið öðruvísi.
________________________________________________________________
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.