Paris is always a good idea…
…sagði Audrey Hepburn eins og frægt er orðið og ég get ekki annað en tekið undir þetta með henni. Ég er sannarlega ekki eina Pjattrófan sem er meira en lítið svag fyrir Frakklandi og Parísarborg þá sérstaklega.
EF – Live The Language – Paris from Albin Holmqvist on Vimeo.
Þess vegna gladdi það mitt franska hjarta alveg sérstaklega þegar ég rakst á þetta myndband sem er auglýsing fyrir tungumálaskóla í París.
Það er eins og þeim hafi tekist að troða í þetta litla auglýsingaskot, öllu því sem gerir París svona dásamlega; matnum, andrúmsloftinu, byggingunum, götunum, tungumálinu, sætu strákunum, mörkuðunum, fötunum, kaffihúsunum, veitingastöðunum, metró-inu, almenningsgörðunum og ég gæti haldið áfram endalaust ef ég þyrfti ekki að anda.
Ég er óforbetranleg parísardama og þegar of langt er um liðið síðan ég hef heimsótt borgina, leggst ég í bloggferðalög og dvel þar löngum stundum.
Hér eru nokkur uppáhalds parísar-blogg fyrir ólæknandi frankófíla.
Hipparis.com Fjallar um allt milli himins og jarðar og myndirnar eru alveg sérstakar.
Girlsguidetoparis.com – Allt sem stelpur þurfa að vita um París.
Gististaðir og fleira í París: Haveninparis.com. Mér finnst alltaf best að gista í íbúðum þegar ég fer til draumaborgarinnar því þá get ég farið á markað og eldað sjálf nokkrum sinnum. Bara draumur.
Le Blog de Betty – Betty er ung Parísardama sem hefur gaman af því að klæða sig og kaupa skó. Hún heldur úti þessu tískubloggi sem gaman er að skoða,
Lestu einnig
MENNING: Hvernig á að klæðast eins og Parísarbúi í ræktinni – MYNDIR!
Nokkur frönsk fegrunarleyndarmál, Neroli og Immortelle frá L’Occitane
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.