1. Kaupmannahöfn
Langflestir Íslendinga eyddu sumrinu í Kaupmannahöfn, eða fóru a.m.k. þangað í helgardvöl. Kaupmannahöfn var langvinsælasti áfangastaður þeirra Íslendinga sem notuðu Dohop til að finna flug, en í heildina voru framkvæmdar rúmlega 20,000 leitir að flugi þangað fyrir sumarið.
Kaupmannahöfn var líka, nokkuð fyrirsjáanlega, borgin sem flestir bókuðu hótel í á hótelleitarvef Dohop. Alla þrjá mánuðina sem skoðaðir voru, júní, júlí og ágúst, var Kaupmannahöfn vinsælust.
Það er því klárt mál; Íslendingar elska Kaupmannahöfn.
2. Alikante
Sólin á Spáni heillar, og í sumar var Alikante næst-vinsælasti áfangastaður Íslendinga, samkvæmt flugleitum sem framkvæmdar voru á Dohop. Alls var leitað að flugi til Alikante rúmlega 18,000 sinnum.
Áætla má að margir þeirra sem kaupa flug til Alikante séu á leið annað því Alikante er ekki í örðu sæti á listanum yfir hótelbókanir Íslendinga í sumar en er í öðru sæti á listanum yfir bílaleigubíla. Fólk virðist því vera að fljúga til Alikante og keyra síðan eitthvað annað í bílaleigubíl (líklega til Benidorm).
3. London
London hefur lengi verið vinsælasti áfangastaður þeirra sem nota Dohop, þegar allt árið er skoðað. En í sumar náði Kaupmannahöfn og Alikante að ýta höfuðborg Englands niður í þriðja sætið.
Það er þó ekki mikill munir á London og Alikante, en aðeins 600 leitir skilja borgirnar að. Það má því litlu muna að London væri í öðru sæti í sumar.
Borgirnar í efstu þremur sætunum eru reyndar í sérflokki hvað vinsældir varða en heilar 4000 leitir skilja að London og borgina í fjórða sæti.
4. Barselóna
Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg í heimi, svo mikið vinsæl reyndar að heimamönnum er farið að finnast nóg um. (Hljómar það kunnuglega?) Fólk fer þangað til að sleikja sólina, skoða sig um, fá sér gott að borða og skoða hinn fræga arkitektúr Gaudi.
13,750 leitir voru gerðar að flugi til Barselóna yfir sumarið, sem er þó töluvert minna en þær 17,500 sem voru gerðar til London.
5. Ósló
Með auknu flugframboði koma auknar vinsældir. Eða er það öfugt? Hvernig sem það er, þá virðist fjöldi Íslendinga hafa lagt leið sína til Noregs í sumar.
Þangað fljúga nú Icelandair, Norwegian og SAS frá Keflavík þannig að það er daglegt beint flug í boði.
6. Berlín
Berlín er fallegt allan ársins hring en þó er óneitnalega skemmtilegra að vera þar á sumrin.
Í Berlín ættu allar að finna eitthvað við sitt hæfi (þetta er algjör klisja, en á engu að síður mjög vel við um Berlín). Hér eru fjölmargir frábærir veitingastaðir, barir út um allt, næturklúbbar, saga og menning og mikið af söfnum.
Þetta er borg sem hægt er að fara til aftur og aftur og sjá eitthvað nýtt í hvert skipti, svipað og London og New York.
7. Bangkok
Bangkok hefur lengi verið ein af vinsælustu borgum þeirra sem nota Dohop, og í fyrstu kom það okkur heldur á óvart, þar sem hún er ekki ein af hinum hefðbundnu ferðamannaborgum, eins og London og Kaupmannahöfn.
Fyrir þetta sumar voru framkvæmdar 7400 leitir að flugi til Bangkok.
Borgin virðist þó ekki vera lokaáfangastaður þeirra sem eru á leið til Taílands en til gamans má geta að fleiri Íslendingar leituðu að hóteli á Húsavík í sumar en í Bangkok. Fólk er því greinilega á leið til annara borga í Taílandi eða þá að það sé einfaldlega ekki að gista á hótelum heldur nýtir sér þjónustur á borð við Airbnb.
8. Tenerife
Kanaríeyjar hafa löngum verið vinsælar hjá Íslendingum og í sumar var engin breyting þar á. Fullt af fólki leitar að flugi þangað og, ólíkt þeim sem voru á leið til Bangkok, þá var líka mikið leitað að hótelum í Tenerife.
Enda eru hótelin þar alveg stórkostleg.
9. París
París er stórkostleg á sumrin. Eða það hlýtur að vera, því hún er níundi vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sumar.
Þegar við erum komin hingað á listanum yfir vinsælustu áfangastaði Íslendinga í sumar er eiginlega greinilegast hvað efstu sætin eru áberandi mikið vinsælust. Um 6500 leitir voru gerðar á flugi til Parísar. Til að rifja upp þá voru 20,500 leitir gerðar til Kaupmannahafnar, þrefalt fleiri en til Parísar.
Þar er fólk þó að gista, því á listanum yfir flestar hótelbókanir var París í fimmta sæti.
10. Róm
Höfuðborg Ítalíu rétt nær að slá út enn einn áfangastaðinn á Spáni, Mallorca. Aðeinsum 80 flugleitir skilja borgirnar að (af 370,000 í heildina) og um 200 eru á milli Rómar og Amsterdam, sem er engu að síður bæði í tíu efstu sætunum yfir hótelbókanir og bílaleigubíla.
Listinn er fengin að láni af hinum frábæra vef DoHop
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.