Eitt af því sem hefur alltaf vafist fyrir okkur er að ferðast létt og auðveldlega.
Eins og dömurnar í Sex and the City virðumst við alltaf gera sömu mistökin þegar farið er í ferðalag, við tökum allt, alltof mikið með! Og við notum yfirleitt ekki nema einn fjórða af öllum fötunum sem fóru með í ferðina.
Til að reyna að mastera þessa tækni gerði ég smá rannsóknir á netinu og hér er niðurstaðan:
1. Litir
Veldu flíkur sem fara allar vel saman svo að þú getir mixað. Flott að taka liti sem fara vel saman.
2. Þyngd
Reyndu að velja flíkur sem eru úr léttum efnum, hægt að brjóta saman þannig að lítið fari fyrir þeim og krumpast ekki. “Litli svarti kjóllinn” er alveg málið og virkar bæði dag sem nótt, hversdags og spari.
3. Ein yfir aðra
Taktu föt sem þú getur “leierað” eða notað eina flík yfir aðra í stað þess að taka t.d. eina, stóra peysu.
4. Litlar umbúðir
Reyndu að verða þér úti um litlar umbúðir fyrir sjampó, body lotion og aðrar snyrtivörur. Þær geta tekið óþarflega mikið pláss en með því að skammta niður í litlar einingar geturðu sparað heilmikið pláss.
5. Skart
Skartgripir taka mjög lítið pláss en geta gerbreitt ‘átfittinu’ þínu. Til dæmis geturðu notað klút eða slæðu um daginn og sett svo á þig flott hálsmen og armbönd um kvöldið þegar farið er í dinner.
6. Þrjú pör duga
Skór geta verið til vandræða á ferðalögum enda taka þeir mikið pláss í töskunni. Veldu í mesta lagið þrjú pör. Sandala eða strigaskó sem leggjast þétt saman til að trítla í á daginn og eitt par af hælum fyrir meiri sparitilefni. Hvorki fleiri né færri takk.
Ok – Go Girl!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.