Oft getur verið voðalega langt fyrir íslendinga að komast í lönd þar sem sólin skín garanterað allann daginn og hitinn er ljúfur og góður.
Fáir vita að flugið til Algarve í Portúgal er með þeim stystu sem völ er á frá Íslandi.
Af og til koma frábær tilboð til Portúgal og um að gera fyrir fjölskyldur í ferðahug að fylgjast vel með hjá VITA en það notast við vélarnar frá Icelandair og veitir sambærilega þjónustu.
Í kringum Algarve eru bæði hvítar sandstrendur, flott og fjölbreytt menning með iðandi mannlífi og allskonar afþreyingu fyrir fjölskylduna; vatnagarðar með rennibrautum, blómagarðar og auðvitað golfvellir! Það er heldur ekki langt að fara í verslunarferð en í Portimao er m.a. flott HM búð þar sem hægt er að kaupa eitthvað fínt. Mömmurnar og mæðgurnar geta síðan látið fara vel um sig í nuddi, hand og fótsnyrtingu eða öðru dekri því gott framboð er af slíkri þjónustu fyrir ferðamenn í Algarve.
Pjattrófurnar mæla eindregið með því að Portúgalfarar leigi sér bíl og taki dagsferð, eða sólarhrings, til Sevilla á Spáni. Þar er m.a. hægt að gæða sér á dýrðlegum tapasréttum og fara í glæsilegt arabískt baðhús svo fátt eitt sé nefnt en Sevilla er með fallegri borgum Evrópu. Það tekur aðeins tvo og hálfan tíma að aka þangað frá Algarve. Þar er hægt að kaupa allt sem hugurinn girnist og fyrir stelpurnar er sérlega gaman að kíkja í búðir á borð við Stradivarius sem er í eigu þeirra sömu og reka Zöru.
Fyrir íslenska ferðalanga er auðvelt að finna góða gistimöguleika, allt frá því að leigja hefðbundin hótelherbergi með eða án fæðis eða hús fyrir alla stórfjölskylduna þar sem fólk hjálpast að við eldamennskuna. Prófaðu að SMELLA HÉR og kanna tilboðin!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.