Amsterdam er ein af þessum borgum í Evrópu sem auðvelt er að elska fyrir sérstöðu sína.
Hún er eins og hálfgerður ævintýraheimur á köflum, húsin eins og upp úr sögum eftir Charles Dickens en þó magnað að sjá hvernig samspil eldri og nýrri bygginga tekst oft svo einstaklega vel enda hollenskir arkitektar rómaðir um heim allann.
Þegar borgin er nefnd í daglegu tali hugsa margir um hið svokallaða rauða hverfi, kannabisbari, túlípana og tréskó. Vissulega er þetta allt eitthvað sem hægt er að kynna sér (ahemm, ef fólk hefur sérlegan áhuga á tréklossum) en svo er líka hægt að eiga endalaust rómantískar stundir í þessari sérstöku borg.
Fara með sínum heittelskaða: Leigja hjól, fara í picnic, heimsækja einhver af þeirra frábæru listasöfnum, fara á tónleika, smakka hollenska osta, sigla um sýkin með freyðivínsflösku í farteskinu, skreppa á flóaamarkað og svo mætti lengi lengi telja.
Hér er fallegt myndasafn frá borginni góðu en gaman er að geta þess að nú er hægt að fljúga til þessarar fínu borgar beinustu leið með Wow Air.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.