Amsterdam er svolítið hippaleg borg, full af kósý börum og kasjúal kaffhúsum en efst uppi á Okura hótelinu kveður við annann tón.
Þar geta kokteilskvísur komið og fengið sér dýran drykk meðan horft er yfir alla borgina af 23 hæð en barinn heitir einmitt Twenty Third Bar.
Okura Hótelið er í raun lúxus af annari gráðu, jafnvel svolítið gamaldags en japanska stemmningin á þessu fimm stjörnu hóteli býður ekki upp á neitt hálfkák þegar kemur að klassa. Þjónarnir eru meira að segja með hvíta hanska meðan þeir hrista saman kokteilana á Bar 23 en á bar þessum er líka þjónað til borðs.
Japanskir bissnessmenn, ríkir ferða menn og heimamenn frá Hollandi sækja þennan háklassa stað reglulega sem gerir þetta frekar blandað og skemmtilegt ‘krád’ ef svo má að orði komast.
Twenty Third bar hefur margsinnis fengið verðlaun sem einn besti kokteilbar landsins og því óvitlaust fyrir þær sem vilja gera vel við sig að kíkja í einn drykk, nú eða morgunverðinn sem er ekki af verri endanum eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Langi þig að kynna þér þetta flotta hótel er heimilsfangið: • Ferdinand Bolstraat 333, +31 20 678 7111, okura.nl. Opið daglega frá kl 6 til 01.
Góða skemmtun! Sendu okkur póstkort 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.