Í hverju einasta ferðalagi kemur það fyrir að maður gleymir að minnsta kosti tveimur mikilvægum hlutum í snyrtitöskuna. Ég get ekki talið það hversu oft ég hef þurft að redda mér með ótrúlegustu hlutum.
Hér eru fimm hlutir sem ættu að vera ómissandi í snyrtitösku “tékklistanum” fyrir ferðalagið.
Svitalyktareyðir
Dæmigerður hlutur að gleyma. Maður pakkar tíu tegundum af nærbuxum fyrir 5 daga ferðalag en gleymir svitaspreyinu. Það er hægt að fá “mini” útgáfur í apótekum til að taka með sér svo maður þurfi ekki að þvo sér undir höndunum með sápu og handþurrku á nokkra tíma fresti á almenningssalernum. Weleda selur góðar ferðapakkningar.
Varasalvi
Ég pakka kannski nokkrum tegundum af varaglossum og örfáum varalitum ofan í snyrtibudduna en gleymi því svo að þeir gera lítið gagn til að næra varirnar yfir nótt í lélegu tjaldi. Uppáhalds varasalvinn minn um þessar mundir er Rosebud Smith Salve.
Tannburstinn
Það mikilvægasta en þó það sem gleymist oftast. Gott er að eiga lítinn ferðatannbursta uppi í skáp til að taka með sér í ferðalög.
Andlitshreinsir
Það er ekki sniðugt að nota hótelsápu eða sápu frá tjaldstæðinu/í sundlauginni á andlitið á sér. Prófaðu Cleansing Oil frá Bobbi Brown, fjarlægir öll óhreinindi, skilur húðina eftir silkimjúka og hægt að fá í litlum prufu-pakkningum. Svo er hægt að nota blautklútana.
Body Lotion
Því maður vill ekki þurfa að kljást við þurra húð í ferðalaginu. The Body Shop selur alltaf góð krem í litlum þægilegum pakkningum.
Svo má auðvitað ekki gleyma sjampói, hárnæringu, sólarvörn, andlitskremi og öðru slíku. Gott ráð til að spara enn meira pláss er að geyma alltaf notaða sjampó/næringarbrúsa af hótelum, tæma þá, setja aðrar vörur í og merkja. Þannig geturðu tekið uppáhaldsvörurnar þínar með þér án þess að fylla ferðatöskuna!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com