Plaza de España er mögnuð bygging sem stendur í miðri Sevilla borg á Spáni en þangað koma þúsundir ferðamanna á hverju ári að njóta fegurðarinnar.
Framleiðendur í Hollywood eru líka meðal þeirra sem mæta til borgarinnar að taka upp atriði á torginu en meðal frægra sem hafa birst á þessu torgi upp á síðkastið eru t.d. Sasha Baron Cohen, Megan Fox og Ben Kingsley.
Plaza de España (Spænska Torgið) er gríðarstór hálfhringur byggður í garði Mariu Luisu sem stendur í miðri höfuðborg Andalúsíuhéraðs á Spáni. Torgið var byggt árið 1928 fyrir heimssýninguna Ibero-Amrican sem fór fram 1929. Í miðjunni er stór gosbrunnur en byggingin sem er mjög skrautleg er í svokölluðum endurreisnarstíl, allt í dásamlegum smáatriðum en í dag hýsir byggingin borgarskrifstofur.
Plaza de España hefur í gegnum árin oft verið notað sem tökustaður fyrir kvikmyndir en þær frægustu eru líklegast Lawrence of Arabia eða Arabíu Lawrence, Star Wars Episode II: Attack of the Clones, og nú síðast var það Sasha Cohen sem mætti á torgið til að taka upp Finchley Dreams.
Í gömlu verðlaunamyndinni Lawrence of Arabia (1962), var Plaza de España notað sem staður í Damascus og offiseraklúbbur í Kaíró.
Í Star Wars saga Attack of the Clones (2002), voru það Padme (Natalie Portman) og Anakin Skywalker (Hayden Christiansen) sem hittust á plánetunni Naboo, which sem er einfaldlega Plaza de España.
Síðast en ekki síst var það hinn dásamlega skemmtilegi Sasha Baron Cohen’s sem tók upp sína síðustu mynd, “Finchley Dreams” í ágúst 2011.
Ef þú ert áhugamanneskja um fallegar byggingar, Spán og ferðalög þá er þetta sannarlega skemmtilegur áfangastaður fyrir þig – tala nú ekki um ef þú hefur sérlega gaman af kvikmyndum líka!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.