Langar þig til útlanda á hagstæðu verði en átt í erfiðleikum með að finna bestu kjörin?
Nýlega var opnuð síða sem kallast Helgarferð.is en síðan var stofnuð með þeim tilgangi að finna hagstæð kjör fyrir Íslendinga að fara til útlanda.
Um daginn var ég að skoða vefinn og gat ég fundið t.d. ferð til Edinborgar á rúmar 30 þúsund krónur fram og til baka og með einu músarklikki tókst mér að finna hótel á hagstæðum kjörum en með því að nota síðuna sparaði ég mér ótrúlega mikinn tíma í að vafra á netinu og bera saman verð á milli flugfélaga.
Síðan er enn í mótun og eiga eftir að bætast við flugfélög, lönd og fídusar, en verð ég að segja að þessi síða er kjörin fyrir þá sem vilja spara pening og bóka flug á einfaldan hátt.
Farðu á helgarferd.is og kíktu á flug í sumar, það kemur þér á óvart hvað er í boði!
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.