Það er fátt skemmtilegra en að fara til útlanda í góðra vina hópi – og auðvitað viljum við varðveita minningarnar sem mest..
Flestir taka myndir til minningar og það geri ég líka sjálf. Myndir gera okkur kleift að muna hvernig allt leit út og hvað maður gerði en mér finnst ég ekki fá tilfinninguna aftur í æð. Þessvegna kaupi ég mér ilmvatnsflösku í hvert skipti sem ég fer út fyrir landsteinana.
Svo er bara að vera rosa duglegur að sprauta á sig ilminum. Ég mæli með að nota sama ilmvatnið allan tímann. Svo þegar þú kemur heim og spreyjar á þig blossa upp allar minningarnar! Jafnvel mörgum árum seinna. Það er æði!
Svona er heilinn okkar sniðugur. Svo er líka alltaf gaman að lykta vel!
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.