Líkt og dyggir lesendur okkar vita höfum við Pjattrófur óskaplega gaman af því að taka okkur “húsmæðraorlof”. Skilja karlana eftir heima og ‘tríta’ okkur eins og sönnum hefðarköttum sæmir.
Ekki er langt síðan við skelltum okkur í dömufrí á Selfoss. Það er svo gaman að ferðast innanlands og svo óskaplega margt sem hægt er að gera til að skemmta sér án þess að borga hand og fótlegg fyrir eins og þegar farið er af landi brott. Það er nú ástæða fyrir því að allir þessir túristar þyrpast á landið okkar.
Við höfðum heyrt af frábærum veitingum og flottu Spa’i á Hótel Selfossi og létum slag standa. Hoppuðum upp í bílana og drifum okkur austur af Reykjavík með tónlist í botni og trúnóinn örugglega enn hærri.
Það er óhætt að segja að dvölin hafi uppfyllt drauma okkar. Við byrjuðum dekrið á að fara í Riverside Spa. Sumar keyptu sér nudd eða andlitsbað og svo voru veitingar pantaðar sem við nutum á staðnum. Samlokur og hvítvín. Mmmm… svo nutum við alls þess sem baðstaðurinn hafði að bjóða; þurrgufa, ísbað, heitur pottur með arni, blautgufa með ilmolíum og margt fleira. Draumur í dós.
Um kvöldið hittum við svo skemmtilegasta þjón landins og gæddum okkur á dýrindis veitingum. Maturinn var einstaklega ferskur og góður og ekki voru drykkirnir síðri en við tókum sérlegu ástfóstri við kampavínið frá Mumm. Pöntuðum alveg tvær flöskur!
Við vorum tvær og tvær á herbergjum sem gerði þetta mjög hagstætt fyrir okkur en rúmin eru mjög notaleg og herbergin smekkleg.
Facebook síða Riverside Spa og heimasíða Hótel Selfoss þar sem alltaf eru einhver skemmtileg tilboð á þessum árstíma. Við stelpurnar greiddum um 15.000 krónur á mann fyrir aðgang í Riverside Spa, þríréttaða máltíð, gistingu og morgunverð.
Það er ekki hægt að kalla þetta svimandi upphæð og okkur fannst óskaplega gaman!
Kíktu á albúmið okkar
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.