Huffington Post gerði könnun á meðal lesenda sinna þar sem þeir voru spurðir um hvaða staði þeir myndu vilja sjá áður en þeir kveðja þessa jarðvist.
Níu staðir stóðu upp úr, allt frá Bora Bora til London. Danmörk var á meðal þeirra landa sem komust á blað en þrátt fyrir að Danmörk sé í miklu uppáhaldi kom mér á óvart að stórveldið gamla skyldi vera á listanum. Eins fannst mér Líbanon áhugavert val. Engu að síður eru þetta allt undursamlegir staðir og því er ekki að neita að jörðin okkar er falleg pláneta, sjáið Flórens á Ítalíu og Skotland!
Ég óska ykkur góðs ferðasumars, utanlands jafnt sem innan!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.