Það er ótrúlega gott að láta sig dreyma… sérstaklega um guðdómlega staði á þessari jörð og hvað þá núna eftir alla þessa einangrun.
Blæti mitt fyrir baðstöðum, lúxushótelum og baðströndum fær mjög góða útrás við að skoða þetta myndagallerí sem ég tók hérna saman svona áður en farið er í háttinn. Þetta ætti að gulltryggja sjálfri mér, og kannski þér, ljúfa drauma inn í nóttina.
Svo einhverntíma vonandi heimsækir maður einhvern þessara draumastaða, helst kannski Anquilla, Maldív eyjar eða Indónesíu. Þvílík fegurð sem finnst í þessum heimi.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.