Rakst á þetta frábæra hipp og kúl tjald á netinu og varð að deila því áfram.
Væri ekki snilld að skella sér á þjóðhátíðina í Eyjum með eitt svona tjald í för? Spila Janis Joplin, Doors og Jimi Hendrix á hæðsta og fíla sig í botn.
Þetta tjald er fyrir fjóra og eru tvö herbergi inn í því. Hægt er að loka á milli herbergjanna svo tvö pör geta auðveldlega ferðast saman og fengið sinn “quality” tíma í friði. Tjaldið er það hátt að hægt er að standa uppréttur í því sem er auðvitað mun þægilegra en að skríða inn í blautt og hráslagalegt tjald.
Það er allavegna á hreinu að þeir sem gista í þessu tjaldi fá ómælda athygli og verða þeir vinsælustu á svæðinu!
________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.