Það hefur væntanlega ekki farið framhjá tryggum lesendum að við Pjattrófurnar erum að fara í skemmtiferð til Sevilla. Þar ætlum við að njóta sólar, fegurðar, matar og dans og viljum við fá allar vinkonur okkar með okkur svo þessi ferð verði sem skemmtilegust.
Við erum búnar að setja saman dagskrá með það í hávegum haft að njóta þessarrar yndislegu borgar sem best. Það er engin skylda að koma með í ferðirnar og maður getur valið þær eftir hentisemi, en þetta er það sem við mælum með að gera og myndum sjálfar alls ekki vilja missa af.
Við munum koma til borgarinnar fimmtudagskvöldið 5 maí og tékka inn á flottu 4 stjörnu hóteli Tryp Macarena.
Hjóla
Morguninn eftir kl 10 munum við fara í hjólreiðatúr um borgina. Sevilla er jafn hjólreiðavæn og Kaupmannahöfn og það mun viðkunnalegur heimamaður hjóla með okkur og sýna okkur helstu perlur borgarinnar og skila okkur í miðbæinn eftir c.a. 1 og hálfan tíma,
Versla
Í bænum er mikið um fallegar byggingar og sætar götur og auðvitað frábært að versla. Aðalverslunargöturnar eru Sierpes og Tetuan, sem liggja samsíða. Við annan enda þeirra er La Campana og Plaza del Duque torgið, þar sem El Corte Inglés er til húsa, opið þar til kl.10 um kvöldið. Einnig er Zara, Mango og Massimo Dutti ódýrara á Spáni en í öðrum löndum.
Kvöldið er frjálst en við verðum með flottustu barina og veitingastaðina á lista og gefum góð ráð.
Dansa
Á laugardeginum kl 16 munum við svo fara í Flamenco kennslu og sjá sýningu. Í Sevilla er heilt hverfi tileinkað Flamenco dansi sem á hug og hjörtu Sevilla búa en þessa helgi fer fram Flamenco hátíð þar sem flamenco dansarar dansa á götum úti. Okkur verða kenndir undirstöðutaktar í Flamenco og svo fáum við sýningu. Eftir það er hægt að fara út að dansa líka!
Afslöppun
Um hádegi á sunnudeginum munum við svo hvíla danslúna fætur í arabíska baðhúsinu Aire De Sevilla
Arabíska baðhúsið er unaðslegur og fallegur staður, þar fáum við nudd og dekur og líðum um í draumaheim.
Matur og vín
Eftir baðhúsið verðum við eflaust orðnar vel svangar og þá ætlum við að skella okkur í sveitaferð og bragða á því besta í mat og vínum. Andalúsíu héraðið er þekkt fyrir ólífur sínar, hráskinku og vín. Þeir sem hafa áhuga á fótbolta geta nýtt tækifærið á meðan og farið á leik Real Madrid-Sevilla kl 15, en við leggjum ekki af stað út á völl fyrr en kl 20.
Þegar þetta er skrifað er 30 stiga hiti og sól í Sevilla! Fylgist með veðrinu hér.
Ekki missa af þessu frábæra tækifæri! Þú hefur sannarlega gott af smá hvíld frá Íslandi og aldrei áður hefur ferð sem þessi verið sett saman. Fyrir utan það er hún á frábæru verði (sem hægt er að greiða í skömmtum) og það verður farið á besta tíma.
Smelltu HÉR til að bóka
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.