Þetta ótrúlega flotta hótel er staðsett í Matera, litlum bæ í Suður-Ítalíu. Hótelið er eina hótelið í heiminum sem er staðsett inn í helli.
Þetta hótel er í heimsklassa fyrir hönnun sína og þægindi þrátt fyrir að eigendurnir haldi fast í gömlu hefðirnar og láti gamla útlitið njóta sín. Í bænum Matera eru ótal margir hellar og hafa þeir verið notaðir sem kirkjur, hótel og jafnvel lúxus heimili. Þetta er alveg meiriháttar hótel og örugglega frábær upplifun að gista þarna. Alltaf gaman þegar fólk fer aðeins út fyrir normið og býr til skemmtilega stemningu. Bærinn er líka guðdómlega fallegur, pínu lítill og ítalska stemninginn allsráðandi.
Mig langar bara að hrópa “Arrivo” “Arrivo” og skella mér í góða helgarferð!
Ef þú ert að hugsa um að ferðast í sumar þá myndi ég athuga þetta hótel því það er án efa mjög skemmtileg upplifun að gista þarna.
Hér má finna fleiri upplýsingar um þetta magnaða hótel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.