Madeira er lítil eyja sem tilheyrir Portúgal. Eyjan er gjarnan kölluð “eyja hins eilífa vors”, “garðurinn fljótandi”, “perla Atlantshafsins” eða “fljótandi blómapottur”.
Þetta ætti að segja ýmislegt.
Eyjan liggur í beinni línu frá Marokkó og er rétt ofan við Kanaríeyjar sem þýðir að þar er dásamlegt hitabeltisloftslag. Eyjan er þó það ofarlega að þar er gríðarleg gróðursæld sem gerir það að verkum að ferðamönnum finnst ljúft að koma þangað. Sérstaklega er hún í uppáhaldi hjá skútusiglingarfólki og blómakonum (eða náttúruunnendum) enda mætir hún á margan hátt hugmyndum okkar um paradís með fallegum klettum, dimmbláu hafi, dísætum blómum, litríkum fuglum og glaðlegu fólki.
Bærinn Funchal, sem stendur við strendur Atlantshafsins er fallegur, blómum skrýddur bær með um 70.000 íbúa en líkt og í höfuðborginni okkar eru það fjöll sem umlykja bæinn. Borgin er gömul og gróin, þar eru steinlagðar gangstéttir og litlar götur, útikaffihús, veitingastaðir og kósýheit.
Það er hægt að komast frá Íslandi til Madeira eftir nokkrum leiðum, ýmist í beinu flugi eða með tengiflugi í gegnum Bretland.
Það sem gerir eyjuna að spennandi áfangastað fyrir pjattrófur er sú staðreynd að þar hefur öldum saman blómstrað lífleg menning.
Þetta segir okkur að Madeira er ekki ‘bara’ túristastaður líkt og stundum vill verða. Blandan af sögunni, húsunum, gróðrinum, fegurðinni og fjarlægðinni gerir þannig Madeira að lítill draumaparadís.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.