Þegar sumarið nálgast fæ ég alltaf fiðring í magann af spenningi yfir því hvað ég eigi að gera þetta sumarið eða árið. Hingað til hefur þessi fiðringur leitt til brjálæðislegra hluta eins og til dæmis bakpokaferðalags um Suður-Ameríku, flutninga til Kaliforníu og vinnu um borð í skipi.
Eftir að sólin fór að láta á sér kræla og snjórinn er loksins að fara fyrir fullt og allt (vonandi!) er þessi fiðringur minn farinn að láta á sér kræla aftur. Og í sumar er ætla ég enn og aftur að gera e-ð nýtt, ég ætla að skella mér á tónleikahátíð!
Núna er ekki seinna vænna að byrja að bóka miða, það er uppselt á sumar af stærstu hátíðunum en það er enn úr nógu að velja!
Hér eru nokkrar spennandi tónlistarhátíðir sem ég rakst á í leit minni að hinni einu réttu:
Download
Fyrir þá sem hlusta á aðeins harðara rokk…
- Dagsetning: 8.-10. júní
- Line-Up: Black Sabbath, Megadeath, Metallica, Soundgarden, Tenacious D, The Prodigy, You Me at Six o.fl.
- Staðsetning: Donington Park,
- Miðaverð: 165£ (≈20.926kr) aðeins aðgangur á hátíðina
- 190£ (≈24.131kr) aðgangur á hátíðina og tjaldstæði
Fib
Hellingur af mismunandi tónlist sem ætti að henta öllum, ekki skemmir fyrir að þessi hátíð er á ströndinni á Spáni!
- Dagsetning: 12.-15. júlí
- Line-Up: At The Drive In, Bat For Lashes, Bob Dylan, Bombay Bicicle Club, Crystal Castles, David Guetta, Dizzie Rascal, Ed Sheeran, Florence+The Machine, Jessie J, Katy B, Lisa Hannigan, Little Dragon, Noel Gallagher‘s High Flying Birds, The Stone Roses, The Vaccines o.fl.
- Staðsetning: Benicásim, Spáni. Sirka 4-5 klst frá Madrid, við ströndina.
- Miðaverð: 165 € (≈27.923kr) aðgangur á hátíðina og tjaldstæði frá 9. júlí til 16. júlí
Hróarskelda
Hátíðin sem Íslendingar hafa líklega sótt hvað mest í í gegnum tíðina.
- Dagsetning: 5.-8. júlí
- Line-Up: Björk, Bon-Iver, The Cure, The Roots, Bruce Springsteen and the E Street Band, Wiz Khalifa o.fl.
- Staðsetning: Hróarskelda, Danmörku
- Miðaverð: 1810 DK (≈40.900kr)
Isle of Wight
Önnur hátíð með næstum því undarlega fjölbreytt line-up…
- Dagsetning: 21. -24. júní
- Line-Up: Band of Skulls, Bruce Springsteen and the E Street Band, Jessie J, Tom Petty, Madness, Noel Gallagher‘s High Flying Birds, Pearl Jam, The Vaccines o.fl.
- Miðaverð: £160 (≈32.472kr)
- £190 (≈38.560kr) með tjaldstæði
Lollapalooza
Lollapalooza er líka haldin í Brasilíu og Chile núna í apríl.
- Dagsetning: 3.-5. ágúst
- Line-Up:Verður tilkynnt 11. apríl
- Staðsetning: Chicago, USA
- Miðaverð: 230$ (≈46.679kr)aðgangur
Melt
Stórt og fjölbreytt line-up með mörgum skemmtilegum nýjum tónlistarmönnum.
- Dagsetning: 13.15. júlí
- Line-Up: Bloc Party, Caribou, Chairlift, Flux Pavilion, Gossip, Lana Del Rey, M83, Plan B, Richie Hawtin, Rufus Wainwright, Two Door Cinema club o.fl.
- Staðsetning: Ferropolis, Þýskalandi
- Miðaverð: 115 € (≈19.462kr) Innifalið er bílastæði og tjaldstæði
Nova Rock
Það virðist vera smá 90’s fílingur í stærstu nöfnunum á Nova Rock í ár…en 90’s er aldrei slæmt!
- Dagsetning: 8.-10. Júní
- Line-Up: Awolnation, Cypress Hill, Dimmu Borgir, Evanescence, Kasabian, Limp Bizkit, Linkin Park, Marilyn Manson, Mastodon, Metallica, Puddle of Mudd, The Offspring o.fl.
- Staðsetning: Burgenland, Austurríki
- Miðaverð: 122 € (≈20.646kr)
Open‘er festival
Björk verður á nokkrum tónleikahátíðum í sumar og meðal annars á Open’er
- Dagsetning: 4.-7. júlí
- Line-Up: Bat For Lashes, Björk, Bloc Party, Bon Iver, Franz Ferdinand, Janelle Monaé, M83, Mumford and Sons, The Kills, Wiz Khalifa o.fl.
- Staðsetning: Gdynia, Póllandi
- Miðaverð: 370 PLN (≈15.651kr) aðgangur á hátíðina í 4 daga
- 410 PLN (≈17.343kr) aðgangur á hátíðina og tjaldstæði í 4 daga
Pinkpop
Flott line-up fyrir þá sem vilja skella sér strax og skólarnir klárast!
- Dagsetning: 27.-28.maí
- Line-Up: Ben Howard, Blood Red Shoes, Bombay Bicycle Club, Bruce Springsteen and the E Street Band, James Morrison, Kasabian, Keane, Linkin Park, Mastodon, Mumford & Sons, Paul Kalkbrenner, Soundgarden, The Cure, The Hives, The Ting Tings, The Wombats o.fl.
- Staðsetning: Landgraaf, Holland
- Miðaverð: 165 € (≈28.000kr) 3ja daga aðgangur og tjaldstæði
Reading & Leeds
Ein frægasta tónlistarhátíð heims
- Dagsetning: 24.-26. ágúst
- Line-Up: Angels and Airwaves, At The Drive In, Azelia Banks, Blood Red Shoes, Bombay Bicicle Club, Bullet For My Valentine, Crystal Castels, Eagles of Death Metal, Foo Fighters, Foster The People, Kaiser Chiefs, Kasabian, Florence and the Machine, Katy B, Paramore, The Black Keys, The Cure, The Maccabees, The Shins, The Vaccines, Two Door Cinema Club, You Me At Six,
- Staðsetning: Reading og Leeds, Englandi
- Miðaverð: £205.5 (≈41.706kr)
Sziget
Var valin sem besta stóra hátíðin í Evrópu á seinasta ári
- Dagsetning: 6.-13. ágúst
- Line-Up: Hurts, Korn, LMFAO, Paolo Nutini, Placebo, The Stone Roses, The Ting Tings, The Vaccines, Two Door Cinema Club
- Staðsetning: Búdapest, Ungverjalandi
- 195 € (≈33.000kr) með tjaldstæði í eina vikuMiðaverð: 165 € (≈27.900kr)
T in the park
Mikið af stórum nöfnum og mikið af spennandi nýjum listamönnum
Dagsetning: 6.-8. júlí
Line-Up: Amy Macdonald, Bombay Bicycle Club, Cher Lloyd, David Guetta, Emeli Sandé, Florence and the Machine, James Morrison, Jessie J, Kaiser Chiefs, Kasabian, Mastodon, Nicki Minaj, Noel Gallgher‘s High Flying Birds, Paul Kalkbrenner, Skrillex, Snow Patrol, Swedish House Mafia, The Maccabees, The Stone Roses, The Temper Trap, The Vaccines, Two Door Cinema Club o.fl.
Staðsetning: Balado, Skotlandi
Miðaverð: £179 (≈36.500kr)
£189 (≈38.500kr) með tjaldstæði
V-Festival
Skemmtileg samsetning af mismunandi tónlistarfólki
- Dagsetning: 18.-19. ágúst
- Line-Up: David Guetta, Ed Sheeran, Emeli Sandé, James Morrison, Keane, Killers, LMFAO, Madness, Nicki Minaj, Noel Gallagher‘s High Flying Birds, Snow Patrol, The Stone Roses, The Ting Tings, Tinie Tempah, Tom Jones o.fl.
- Staðsetning: Hylands og Westland Park, Bretland
- Miðaverð: £164.7 (≈33.500kr)
- £190.5 (≈38.800kr) með tjaldstæði
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.