Sumir eiga nægt fé og vilja alltaf hafa allt fabjúlöss í kringum sig, hvort sem er heima eða á ferðalögum. Þetta er ekki alltaf auðvelt og það getur verið bæði tímfrekt, flókið og leiðinlegt að finna dásamlega fullkomið húsnæði til að leigja eða kaupa. Lúxusvandamál, en raunverulegt vandamál engu að síður hjá sumu fólki.
Bresku félagarnir Albert Hill og Matt Gibbert reka The Modern House, fyrirtæki sem sérhæfir sig í að finna, hanna og búa fólki fallegt umhverfi hvort sem er heima hjá því eða á ferðalögum.
Albert er bæði arkitekt og blaðamaður sem starfaði fyrir bæði Wallpaper og The Times en Gibbert starfaði bæði fyrir tímaritið World of interiors og GQ Style áður en þeir settu á laggirnar The Modern House. Þeir vita semsagt um hvað þetta snýst.
Félagarnir bjarga þér ekki aðeins um að finna gististaði á ferðalögum eða hús til að kaupa, þeir redda líka staðsetningum fyrir myndatökur, veislur og sitthvað fleira.
Og verðbilið er nokkuð breitt: Þú getur leigt fallegt sumarhús í Suður-Frakklandi fyrir um á 60.000 vikuna og þú getur líka keypt 350 fermetra penthouse íbúð í London á tæplega sex milljarða!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.