Þetta hótel er það fyrsta í heiminum að bjóða upp á gistingu í fjögurra metra dýpi. Hótelið er staðsett á eyjunni Maldiviu og tilheyrir Hilton keðjunni.
Fimm stjörnu með völ á öllu því besta sem til er. Fullkomið spa er á hótelinu og maturinn fyrsta flokks. Þetta er algjörlega daumahótelið!
Herbergin eru flest öll tveggja manna herbergi en einnig er möguleiki að leigja eina hæð, lúxus hæð!
Veitingastaðurinn er líka neðansjávar og er byggður úr einstöku tæru gleri þannig að gestir staðarins njóti sín sem best. Útsýnið er ótrúlegt, neðansjávar lífið, litirnir og breytileikinn er ólýsanlegt. Innréttingarnar í veitingastaðnum eru frekar einfaldar en lögð er sérstök áhersla á útsýnið. Smekklegt og huggulegt.
Algjörlega stórkostlegt hótel og veitingastaður.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.