Pjattrófan er komin til London og hefur ekki mikinn tíma fyrir pjatt vegna fyrirlestra 10 tíma á dag en hvað gerir maður í London í 20+ hita og sól?
Versla í Vintagebúðunum á Bricklane , fer í lautarferð í Hampstead Heath og gef íkornunum hnetur, nýt útsýnis á Primrose Hill og djamma í Austurborginni…Mæli með kaffihúsinu The Book Club, hipp og kúl kaffihús þar sem hægt er að fara í borðtennis. 😉
Klæðist: Vintage kimono frá Myconceptstore, Miss Sixty gallabuxur, Nikita belti, Vagabond „balletskór“, Seva „Live“ armband, nærföt og bol úr Next. Ég kynntist tveim japönskum stelpum sem fannst kimonóinn minn æði, enda EKTA vintage kimono frá My concept store!
Borða: Sushi, víetnamskan og indverskan.
Hlusta á: Arabic Horse- GusGus, gargand snilld, deffinattlí sumardiskurinn í ár!
Snyrtivörurnar: Shiseido SPF 50, Kanebo cellular performance litað dagkrem, Great Lash maskari frá Maybelline, Lancome kinnalitur, Mac Ebony augnblýantur og YSL gloss í ferskjulit!
Langar að kaupa í London: Panasonic Lumix G1 myndavél, „No more fashion victims“ bol frá Katharine Hamnett, Lee skinny jeans, skart frá Duncan Stevens, húðhreinsilínuna frá Botanics by Boots, hárvörurnar frá MOP og vintage Versace og Escada hjá “Exchange Fashion” á Brick Lane.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.