W Hotels Koh Samui í Tælandi bjóða uppá háklassa standard í aðbúnaði og á herbergjum.
Herbergin eru öll með sér einkasundlaug og einkaþjónum. Ströndin fyrir framan hótelið er einkaströnd og útsýnið engu líkt. Öll hergbergin eru í ótrúlega flottum stíl og ég held svei mér þá að maður færi bara ekkert aftur heim ef maður væri svo heppin að gista þarna einn daginn.
Svo ég spyr bara: Hvenær er næsta flug út?
Hérna er heimasíðan á hótelinu fyrir þær sem vilja skoða meira, nú eða panta.

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.