Hin forn fagra borg Siena er í Toscana héraðinu á Ítalíu.
Siena er fræg fyrir byggingarstíl sinn, matargerð, menningu og list. Þarna upplifir þú ítalska menningu upp á sitt besta. Borgin er ein af mínum uppáhaldsborgum ásamt Florence og Luca. Fegurð Toscana héraðsins er svo ólýsanleg og ef þú ferð upp í turninn á torginu í Siena sérðu yfir allt héraðið. Útsýnið er svo fallegt og friðsælt. Mæli eindregið með því að kíkja til Sienu ef þú átt leið um Toscana héraðið.
En rétt við borgina fallegu stendur þessi ótrúlega sæta Villa…
Húsið er með þeim fallegri sem ég hef séð á þessu svæði. Ekta ítalskt útlit, bogadregnir veggir, gluggakarmarnir með dökkum við. Herbergin stór og hátt til lofts. Tvær borðstofur eru í húsinu, önnur er inni og hin er úti. En Ítalir elska að borða úti undir berum himni. Þá kalla þeir á alla sína vini og fjölskyldumeðlimi og njóta tímans saman. Enda ekki slæmt að borða himneskan mat með þetta fallega útsýni við höndina.
Að vísu verð ég að setja út á húsgagnavalið hjá arkitektunum. Ég held þeir hafi misst eitthvað út í glasið sitt þegar þeir ákváðu að skella æpandi grænum gluggatjöldum inn í þetta gamla fallega hús. Blái sófinn er heldur ekki alveg að gera sig þarna en oft á tímum eru Ítalir ekki mikið að hugsa um innanhús húsgögn því þeir eyða mun meira tíma úti í garði eða palli.
Sundlaugin er æðisleg og aðstaðan fullkomin til hvíldar og afslöppunar…
Njótið myndanna!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.