Á suðvesturhorninu, rétt um 45 akstursleið frá höfuðborginni, eru Grímsborgir. Einn sá mesti sælureitur sem fyrirfinnst á landinu.
Staðinn reka hjónin Kristín Ketilsdóttir og Ólafur Laufdal en hér er um að ræða einstaklega glæsileg heilsárshús sem leigð eru út til ferðamanna og almennings.
Húsin í Grímsborgum eru í algjörum sérflokki. Stór, notaleg og rúmgóð og búin öllum hugsanlegum þægindum. Þú þarft ekkert að taka með þér úr bænum og ekkert að gera annað en að loka á eftir þér og skila lyklinum þegar haldið er heim. Alveg eins og á hóteli.
Það kostar rúmar 14.000 á nótt að gista í Grímsborgum og innifalið í verðinu er morgunverður. Á staðnum er jafnframt góður veitingastaður sem býður upp á ljúffenga rétti svo það má vel sleppa því að elda líka.
Algengt er að íslenskar fjölskyldur taki sig saman um að leigja hús í Grímsborgum til að halda upp á stórafmæli, ýmist í sjálfum húsunum eða á veitingastaðnum. Gistiaðstaða er fyrir sextíu manns í sex húsum en í hverju húsi eru vönduð eldhús, flott baðherbergi, gasgrill og heitur pottur ásamt mjúkum rúmum og góðum sængum. Í flestum húsunum er jafnframt arineldur.
Húsin eru misjafnlega stór en stærri húsin eru rúmlega 200 fermetrar, eins og flott einbýlishús.
Í Grímsborgum er einnig upplögð aðstaða fyrir vinnustaði að taka sig saman um hlutina, brúðkaup eða aðra skemmtilega viðburði. Veitingahúsið er með stórri verönd sem getur rúmað allt að 100 gesti. Svo geta húsin líka bara rúmað þig og þinn heittelskaða.
Lestu meira um Grímsborgir HÉR á heimasíðunni þeirra og kíktu líka á síðuna þeirra á Facebook eða á Booking.com þar sem þau fá allra hæstu mögulegu einkun, eða 9.5. .
ALGJÖR DRAUMUR!
MYNDIR: Margrét (úr húsi nr. 9)
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.