Eitt af því sem flestar konur og stelpur upplifa að minnsta kosti einu sinni á ævinni er að velta því fyrir sér hvort það sé “allt eðlilegt” þarna niðri”.
Líffæri konunnar eru nefinlega svo ótrúlega flókin að það þarf alveg heila deild í læknisfræði til að skilja þau.
Allskonar hlutir geta haft áhrif á það hvort við erum “eðlilegar” þarna eða ekki en flestar konur upplifa það reglulega, eða af og til, að vera með útferð og kannski kláða eða vonda lykt.
Mjög margar stelpur fá candida sveppasýkingu reglulega og þurfa endalaust að standa í því að ráða bót á því meini. Það er gert meðal annars með því að forðast að borða sykur og hveiti, nota Pevaryl og Canesten eða taka töflur, drekka vel af AB mjólk og passa hvernig nærfötum þú gengur í eða hvernig dömubindi þú notar. Já, þetta getur verið flókið.
Svo erum við þannig úr garði gerðar fæstar þola sápuþvott að neðan, það kallar bara á eymsli og viðkvæmni. Þó langar okkur oft að þrífa þetta flókna svæði vel, sérstaklega þegar við erum á blæðingum. Sem gerist einu sinni í mánuði.
Aðgengileg lausn
Það eru ekki margar neysluvörur á markaðnum sem eru sérstaklega ætlaðar konum með þennan vanda, sem er harla furðulegt því um 9 af 10 kannast við þetta. Bella hefur þó undanfarið verið að prófa nokkuð góðar vörur sem heita Vivag. Vinkona gaf Bellu nefninlega blautþurrkur, sápu og töflur í prufustærð og sagði spennt frá því að hún gæti ekki lifað án þeirra. Ég bara yrði að prófa!
Ég þáði þetta svona hálf vandræðalega og byrjaði á að nota hylkin en það eru svona litlar töflur sem eyða skrítinni lykt og koma jafnvægi á bakteríuflóruna. Hylkin eru eins einföld og hugsast getur en þú bara stingur þeim upp áður en farið er í háttinn. Eftir tvo daga var komið fullkomið jafnvægi á alla flóruna og ég ilmaði eins og blóm í sumargolunni. Alveg frábært, sérstaklega af því það getur verið svo dýrt og mikið vesen að útvega sér lyf eða fara í sykurlaust AB átak til að jafna þessa blessuðu flóru.
Borgar sig að hafa svæðið hreint
Sápan kemur sér sér síðan mjög vel í sturtunni, og klútarnir fyrir og eftir kynlífið líka en eins og margir vita er mjög gott að fara á klóið að pissa og þrífa sig eftir á til að koma í veg fyrir t.d. þvagfærasýkingar og annað leiðinda vesen. Þá er frábært að hafa þessa litlu klúta við höndina en verðbilið á þessum vörum (s.s. klútum, sápu og töflum) er frá 900 til 2000 kr sirka og þær fást í flestum apótekum.
Það væri gaman að heyra hvort þú kannt einhver náttúruleg ráð við þessu eða fleiri. Endilega sendu póst á pjatt at pjatt.is eða í kommenti á FB síðu Pjattrófanna.
Bella Baldurs hefur mikinn áhuga á persónulegum þroska, samskiptum, samböndum, ástarmálum, deitmálum og kynlífi.
Hún byrjar hvern dag á núvitundaræfingu áður en hún rúllar sér sígarettu og hellir upp á tvöfaldan espresso.