Zilla van den Bron, 25 ára nemi við grafíska hönnun er ansi snjöll, það verður að segjast.
Í staðinn fyrir hefðbundnar aðferðir lagði hún talsvert meira á sig en flestir til að skila flottu útskriftarverkefni en hennar leið var að ‘feika’ ferðalag til Asíu og plata alla í kringum sig, meðal annars nánustu ættingja.
Zilla fékk meira að segja fjölskylduna til að fylgja sér á lestarstöðina og kvaddi þau með pompi og prakt áður en hún lagði af stað í 42 daga “ferðalag” til suðaustur Asíu. Í raunveruleikanum fór hún ekki fet. Hún fór bara aftur í íbúðina sína í Amsterdam og lét lítið fyrir sér fara utandyra en var því meira í Photoshop þar sem hún bjó til feik ferðalag sem hún póstaði síðan á Facebook.
Tilgangurinn var að sýna fólki að við filterum og ‘manipjúlerum’ það sem við sýnum á samfélagsmiðlunum. Við búum til töfraheim, fullkominn heim sem raunveruleikinn getur aldrei orðið.
“Markmiðið var að sýna fram á hversu algengt það er að ‘manipjúlera’ raunveruleika sinn í gegnum samfélagsmiðlana. Það vita til dæmis allir að það er búið að fikta við myndir af fyrirsætum og gerbreyta þeim en við gleymum stundum að við gerum alveg það sama við okkar eigin raunveruleika,” sagði Zilla í viðtali við MailOnline.
Zilla gekk mjög langt til að feika þessa utanlandsferð sína. Tók meira að segja löng samtöl í gegnum Skype við fjölskylduna en var þá búin að gera umhverfið ‘asískt’ með gömlu jólaskrauti og sólhlífum.
Sumar myndir tók hún rétt fyrir utan borgina og aðrar bara inni í herbergi hjá sér. Alvöru asískur matur var matur sem hún eldaði sjálf, og meira að segja sendi hún sms um miðjar nætur til að gera þetta allt sem trúverðugast.
Í raun má segja að viðleitni hennar til að skapa þennan lygaheim sé lyginni líkastur en í myndbandinu má sjá viðbrögð vina hennar og ættingja þegar hún sýnir þeim að þetta ferðalag var bara aaaallt í plati!
[vimeo width=”600″ height=”500″]https://vimeo.com/69182140[/vimeo]Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.