Ég hef alltaf verið sérlega svag fyrir árabilinu milli 1945-58 c.a, það er eins og þetta tímabil sé töfrum gætt þegar litið er til tísku og hönnunar.
Nánast allt sem var hannað á þessum árum var vel heppnað að mínu mati.
Mér fannst því ekkert lítið gaman að rekast á þessa myndasyrpu, tískuljósmyndun frá árabilinu 1940′-60’s. Myndirnar eru bæði úr Vouge og öðrum blöðum. Maður fær bara fiðring í magann þetta er svo fallegt. Og fágunin er engu lík. Alveg divine.
Litirnir, skuggarnir, flíkurnar, fylgihlutirnir og fegurðin. Taktu þetta inn meðan þú sýpur á teinu með litla fingur út í loft af hrifningu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og þoli ekki arfa i görðum (miðaldra). Hef ólæknandi áhuga á heimildarmyndum og norrænum sakamálasögum og fæ kikk út úr því að fara á allskonar skrítin námskeið. Ég er óhemju forvitin og nýt þess að miðla og deila því sem ég sé og upplifi með öðrum. Til dæmis hér, – með þér.
4 comments
Já ég er svo sammála þér! Þetta er bara töff!!
Mér finnst tíska þessara ára mjög glæsileg. Fötin virðast líka vera úr góðum efnum og gerð til að endast
Annars er ég hrifnust af Madeleine Vionnet. Hún rak tískuhús í París (1912-1939)
http://en.wikipedia.org/wiki/Madeleine_Vionnet
http://farm3.static.flickr.com/2186/1812630652_da57993a7c_o.jpg
Ég er allavegna alveg heilluð.
Alveg hjaranlega sammála ykkur. Finnst þessar myndir alveg æðislegar. Fatnaðurinn flottur og konurnar glæsilegar og tignarlegar. Ekki var verið að photo-shoppa allt í hel á þessum tíma en konurnar gjörsamlega gullfallegar.
Sjónvarpsþátturinn Mad men gerist einmitt á þessum tíma og ég elska þann þátt. Kannski að hluta til vegna klæðaburðarins í þáttunum 🙂
Sammála !
Lokað fyrir athugasemdir.