Ég hef alltaf verið sérlega svag fyrir árabilinu milli 1945-58 c.a, það er eins og þetta tímabil sé töfrum gætt þegar litið er til tísku og hönnunar.
Nánast allt sem var hannað á þessum árum var vel heppnað að mínu mati.
Mér fannst því ekkert lítið gaman að rekast á þessa myndasyrpu, tískuljósmyndun frá árabilinu 1940′-60’s. Myndirnar eru bæði úr Vouge og öðrum blöðum. Maður fær bara fiðring í magann þetta er svo fallegt. Og fágunin er engu lík. Alveg divine.
Litirnir, skuggarnir, flíkurnar, fylgihlutirnir og fegurðin. Taktu þetta inn meðan þú sýpur á teinu með litla fingur út í loft af hrifningu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.