Mér finnst alltaf gaman að skoða og taka fyrir ákveðin tískutímabil í sögunni en ég hef lengi vel verið með 90’s æði (sjá hér og hér).
Nú hefur 80’s tímabilið bæst við og þá sér í lagi seinnihluti tímabilsins sem teygir sig fram á fyrri hluta 90’s.
Ég rakst á svo skemmtilega 80’s mynd af Jodie Foster sem kveikti hjá mér löngun til að skoða þetta tímabil betur með tilliti til tísku og förðunar kvenna.
Hér má líta nokkrar myndir af mínum uppáhalds Hollywood drottningum frá þessum tíma.
Hár, förðun og klæðnaður – þetta gengur allt upp hjá þeim.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.