Einu sinni voru hvorki hljóð né litir í heimi kvikmyndanna. Sögur voru túlkaðar með látbragði, textaspjöldum og augnarráði leikaranna.
Því var mest um vert fyrir góða leikkonu að geta tjáð sig með augunum og því fallegri, stærri og skarpari sem augun voru því fallegri var sjálf leikkonan.
Oftast voru þær mikið farðaðar svo að augun sæjust betur en snyrtivöruframleiðandinn Helena Rubinstein var sú fyrsta sem áttaði sig á gildi þessa þegar hún markaðssetti fyrsta maskarann sinn með aðstoð leikkonunnar Theda Bara.
Síðan er það næstum orðið regla fremur en undantekning að leikkonur séu fengnar til liðs við snyrtivöruframleiðendur við markaðssetningu.
En hér eru myndir af gullfallegum leikkonum fyrri tíma…
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.