ÚTLIT: Fegrunarráð frá Hollywood

ÚTLIT: Fegrunarráð frá Hollywood

Skvísurnar í Hollywood luma á ýmsum góðum ráðum þegar kemur að því að fríska upp á útlitið. Hér eru nokkur.

Keira Knightley og HAMAMELIS JURTIN (witch hazel)

Keira segir að það eina sem þarf til að hafa fallega húð eins og hennar sé að hreinsa vel af sér farðann og bera svo Hamamelis toner á andlitið. Þessi toner hreinsar húðina og minnkar svitaholur. Hamamelis jurtin er notuð í margar snyrtivörur Heilsuhússins en einnig í Hypo-sensible andlitsvatninu frá Academie sem má nálgast á snyrtistofum sem selja Academie og hjá umboðinu ÓM snyrtivörum.

teri-hatcher

Teri Hathcer og VÍNIÐ

Aðþrengdu eiginkonunni finnst algjör snilld að hella afgangsvíni út í baðvatnið og segir það besta ráðið til að halda húðinnu unglegri. Einmitt!

KZc9Gpz

Cindy Crawford NÝMJÓLKIN OG VATNIÐ

Súperskutlan Cindy úðar reglulega mjólkur -og vatns blöndu yfir andlitið til að gefa húðinni raka. Hálfur bolli af mjólk og 2 bollar vatn fara í úðaflöskuna og þessu úðar hún framan í sig reglulega yfir daginn.

Catherine Zeta-Jones HUNANGIÐ & JARÐARBERIN

Glamúrgellan Catherine notar hunang óspart til að halda húðinni fallegri og svo burstar hún tennurnar með jarðaberjum. Í hunangsmaska þarf að nota eitt egg, eina tsk hunang, hálfa tsk olífuolíu og nokkra dropa af rósarvatni. Hunang er afar græðandi fyrir húðina en jarðarberin virðast hafa þann eiginleika að gera tennur mjög hvítar.

Og hér koma svo nokkur létt ráð í lokin…

DEMI MOORE ber laxerolíu í hárið til að ná upp hámarks glans.

DREW BARRYMORE krullar augnhárin með því að ýta þeim upp með skeið og halda í smá stund.

MARIAH CAREY ber piparmintu extract á varirnar til að þær virðist fyllri.

GISELE BUNDCHEN borðar mikið kryddaðan mat til að koma meltingunni af stað.

JENNIFER LOVE HEWITT þvær fallegu brúnu lokkana upp úr kaffi.

 

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest