Þegar fólk tapar mikilli þyngd er húðin lengi að jafna sig og stundum er þyngdartapið það mikið að gera þarf aðgerðir til þess að laga húðina á eftir.
Þetta á oft við þegar fólk er orðið eldra og húðin búin að missa teygjanleikann sem hún hefur af náttúrunnar hendi þegar fólk er ungt. Segja má að teygjanleiki húðarinnar byrji strax að minnka eftir þrítugt og því meira sem við bætum á okkur því lausari verður húðin jú eftir að þyngdin fellur.
Þá lafir hún laus á lærum, kvið og handleggjum og í raun getur þetta stundum valdið talsverðum tilfinningalegum erfiðleikum hjá sumu fólki. Þú losnaðir við alla þessa þyngd og upplifðir frelsið sem því fylgdi en svo situr húðin öll eftir og er mörgum númerum of stór ef svo mætti að orð komast.
Algengt er að gera aðgerðir á kvið – svokallaðar svuntuaðgerðir sem felast í því að fjarlægja umframhúð eða fellingar sem myndast. Þær eru oft gerðar á konum eftir meðgöngu, sérstaklega þegar þær hafa ekki hugsað sér að eignast fleiri börn.
Þessar aðgerðir eru einnig gerðar annars staðar á líkamanum svo sem á upphaldleggjum og fótleggjum. Eðlilegt er að hafa áhyggjur af örum eftir slíkar aðgerðir en þau gróa misvel eftir hverjum og einum.
Fitusog er skylt þessum aðgerðum en því er einkum beytt ef fólk á í vandræðum með fitusöfnum á ákveðnum svæðum á líkamanum. Til dæmis á undirhöku eins og lesa má um hér, baki, lærum eða annarsstaðar.
Miklu skiptir að farið sé varlega með ör eftir aðgerðir sem þessar. Það má ekki skína sól á þau og gott er að bera ákveðin krem á örin til að gróandinn verði sem bestur og fara í einu og öllu eftir því sem læknir ráðleggur.
Ef þú reykir er MJÖG MIKILVÆGT að hætta því amk mánuði fyrir aðgerð og ekki reykja meðan á bataferli stendur. Þetta er sérlega mikilvægt þar sem blóðflæði til aðgerðarsvæðis verður að vera með bestu móti í bataferlinu.
Jennifer Hammond er ein af þeim sem hafa farið í svuntuaðgerð og aðgerðir á húð til að þrengja hana eftir mikið þyngdartap. Hún byrjaði á að fara í hjáveituaðgerð, grenntist mikið og í kjölfarið fór hún bæði í svuntuaðgerð og lét gera aðgerð á bæði handleggjum og brjóstum.
Hér fer hún opinskátt í að segja frá þessu á Youtube og sýnir myndir af bæði fyrir og eftir og á meðan bata stendur.
Skoðaðu myndböndin hennar til að fræðast betur…
…hér má lesa nánar um svuntuaðgerðir, fitusog og sjá verð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.