Það er mjög algengt að íslenskar konur fari í brjóstastækkun og slíkum aðgerðum fjölgar frá ári til árs.
Reyndar hefur það almennt færst í aukana að fólk fari í fegrunaraðgerðir og það gildir jafnt fyrir karla og konur og ekki bara um brjóstastækkanir. Konur láta líka minnka brjóst sín og fjarlægja púða, allt í þeim tilgangi að líða betur og líta betur út.
Svo eru það frægu dömurnar í Los Angeles sem hafa flestar farið undir hnífinn í þeim tilgangi að fegra útlit sitt. Meira að segja Sarah Jessica Parker hefur farið í brjóstastækkun, eitthvað sem fæstir vissu. Smelltu á myndirnar í galleríinu og sjáðu hvaða dömur hafa farið.
Margar hafa látið breyta þeim enn og aftur síðan þessar myndir voru teknar enda kallar ein aðgerð yfirleitt á aðra í þessum efnum og oftast þarf að skipta um púða eftir barneignir, þyndarbreytingar eða aðrar líkamlegar breytingar.
Hér eru 10 atriði sem vert er að íhuga áður en farið er í aðgerð.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.