Hvernig fara konur í öðrum löndum að því að líta vel út? Búa þær yfir leyndarmálum sem við þekkjum ekki? Í hverju landi er að finna konur sem nota frumlegar og stundum ævafornar leiðir til að hressa upp á útlitið!
1. Japan
2. Grikkland
3. Suður-Ameríka
Ótrúlegt en satt… Suðuramerískar konur nota avókadó ávöxtinn til að næra hárið og gefa því glans. Þær pressa safann úr vel þroskuðum ávexti, nudda honum síðan í hársvörðinn, láta hann virka í klukkutíma og þvo því næst úr með venjulegu sjampói. Avókadó olía getur gert sama gagn.
4. Kína
5. Spánn
Ólífuolía gerir ekki aðeins gagn í eldhúsinu. Hana er líka gott að nota til að styrkja neglurnar. Spænskar senjórítur blanda volgri ólífuolíu og sítrónusafa saman og nudda vel inn í neglurnar til að veita þeim raka og mýkt. Ólífuolíuna nota þær einnig til að næra hárið og gefa því glans. Þær láta olíuna vera í hárinu í 20 mínútur og þvo hana síðan úr með sápu. Að lokum luma þær á leyndarmáli sem við getum vel nýtt okkur.
Þær nota sjávarsalt til að fríska upp á húðina. Þær setja handfylli af salti út í baðvatnið, bæta við nokkrum dropum af ilmolíu og baðið verður fullkomið.
6. Brasilía
Fengið að láni frá brudurin.is

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.
2 comments
Kata Zeta Jóns hefur sagt frá því að hún þvoi hár sitt upp úr Guinness (ráð sem mamma hennar kenndi henni), kaffikorgur er prýðisgóður exfólíant og ég þekkti konu undir Eyjafjöllum með afburðafallegt hár en hún notaði eins og formæður hennar keitu. Koma svo, þvo hárið úr keitu. Ekkert skrítið við það. Ekki neitt.
Nei einmitt Einar. Reddaðu okkur beljupissi til að þvo faxið uppúr.
Lokað fyrir athugasemdir.