Ég ákvað að grípa eina námsmey og kíkja í fataskápinn, fyrir valinu varð Sigrún Ásta hún er 1.55 cm eða örlítið hærri en Kylie Minogue sem er 1,52.
Sigrún er 21 árs í sambúð með kærastanum Bjarna Ævari. Sigrún Ásta stundar nám í Fjölbraut í Ármúla og er í tveimur störfum með skólanum, einnig er hún formaður íþróttaráðs.
Í frítímanum er hún mikið í ræktinni og á sumrin spilar hún golf.
Getur þú lýst þínum stíl? Ég er með mjög blandaðan stíl, hef mjög gaman af að púsla saman allskonar fötum og fá minn eigin stíl út sem er náttúrulega bara ég.
Hvað ertu alltaf með í töskunni? Sólarpúður, lancome varagloss, maskari, veski hús- og bíllykla.
Hvaða snyrtivöru getur þú ekki verið án? Sólarpúðurs!
Hvaða hönnuð færðu aldrei nóg af? Forever 21, H&M og Calvin Klein.
Hvað er ómissandi í fataskápinn fyrir veturinn? North Face úlpan mín og hlý og flott föt.
Uppáhaldsfataverslun á íslandi? Uppáhaldsbúðin mín er Top Shop hérna á Íslandi en Forever 21 úti.
Hvert ferðu að skemmta þér? Fer með vinkonum mínum á Bar 11, Dillon, Hressó, Danski barinn og Boston.
Hverju ertu veikust fyrir þegar kemur að fatakaupum? Ég mjög veik fyrir skóm, kápum og flottum bolum… bara get ekki sagt nei við því.
Besta ráðið til að líta vel út á 5 mínútum? Skella á sig góðu sólarpúðri, nota augnhárabrettara, góðan maskara, setja smá ljósan augnskugga á augun og glæran gloss á varirnar. Það er perfect lúkk!
ljósmyndir: Díana Bjarnadóttir
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.