Erna Hrund Hermannsdóttir 22 ára
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Starf: Móttökustjóri á auglýsingastofu, Makeup Artist hjá Maybelline og L’Oreal og tískubloggari á reykjavikashionjournal.com
Getur þú lýst þínum stíl? Stíllinn minn er mjög kósý ég er mikið fyrir svona bolakjóla. Kaupi þá helst tveimur númerum of stóra og nota svo leggings eða sokkabuxur við. Ég er alveg sokkabuxnaóð og fæ mér venjulega alla litina í All Colors línunni frá Oroblu af því ég get ekki valið á milli þeirra.
Hvað ertu alltaf með í töskunni?
Myndavélina og skrifblokk til að skrifa niður það sem mér dettur í hug. Svo er ég alltaf með snyrtitöskuna með mér svo ég geti aðeins frískað uppá andlitið yfir daginn.
Hvaða hönnuð færðu aldrei nóg af?
Una hjá Royal Extreme er alveg uppáhalds svo er ég rosa hrifin af því sem EYGLÓ og Hildur Yeoman eru að gera og skartið frá Hlín Reykdal finnst mér æðislegt.
Hvaða snyrtivöru getur þú ekki verið án?
Get ekki gert uppá milli Clean & Clear rakakremsins og One by One Maybelline maskarans.
Hvert ferðu að skemmta þér?
Mér finnst skemmtilegast að vera í góðu heimapartýi. Æðislegt að geta bara setið og spjallað, slúðrað og drukkið góða drykki í frábærum vinahópi. En ef ég fer niður í bæ eru það staðir eins og B5 og Kaffibarinn sem verða fyrir valinu.
Þú eyðir mest í? Skó og tímarit ég er með þann sið að kaupa alltaf a.m.k. eitt skópar og fjögur tískutímarit – Costume, Eurowoman, Cover, Elle DK – á mánuði.
Hverju ertu veikust fyrir þegar kemur að fatakaupum? Ég er rosalega veik fyrir skóm sama hversu háir þeir eru – stundum þurfa þeir ekki einu sinni að passa – bjútí is pain!
Besta ráðið til að líta vel út á 5 mínútum? Setja smá ljósan hyljara undir augun til að fela baugana og ljósi liturinn gerir það að verkum að augun lýsast upp og virðast ekki þreytt. Strjúka smá púðri yfir andlitið til að jafna út litinn strjúka sólarpúðri undir kinnbeinin og setja lit í kinnarnar og maskara á augnhárin. Þetta er mín rútína á morgnanna og tekur venjulega ekki meira en 3 mínútur sem hentar vel þar sem ég vakna oftast ekki fyrr en rétt áður en ég þarf að leggja af stað í vinnuna!
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.