Nú stendur yfir fatasöfnun fyrir flóttafólk sem kemur í þúsundatali til eyjunnar Lesbos í Grikklandi. Aðstöðunni þar hefur verið lýst sem mjög slæmri og eina fólkið sem er þarna til að taka á móti flóttafólkinu eru sjálfboðaliðar, engin samtök.
Til Lesbos fer fólk á eigin vegum, tekur sér launalaust frí, borgar sjálft fyrir flugfarið og uppihald. Þetta fólk sér svo um að taka á móti þeim flóttamönnum sem tekst að komast yfir hafið á bátum frá Tyrklandi til Lesbos, flestir koma sem betur fer heilir á húfi en því miður verða alltof mörg dauðsföll á leiðinni, margir sem drukkna.
Nú er að koma vetur og því er nauðsynlegt að hægt sé að hlýja því fólki sem komst lifandi af. Það sem vantar helst eru hlý föt fyrir allan aldur en sérstaklega er óskað eftir:
Flís, ull, hlýjum teppum, strigaskóm og almennum hlýjum fatnaði. Jogging/flísbuxur, sokkar og skór, teppi, svefnpoka, vettlinga, húfur, treflar.
Einnig viljum við benda á að hægt er að fá ódýr flísteppi í Rúmfatalagernum, bæði sem kostar 390 krónur eða 790 krónur!
Það sem vantar ekki eru barnaföt fyrir börn yngri en 6 ára, bleyjur, sumarföt fyrir konur, þurrmjólk, bangsar eða blautþurrkur. Þar sem lítið er um geymslupláss er það frekar nýtt undir það sem virkilega vantar.
Leikskólinn Sælukot á Þorragötu tekur svo við öllu saman en síðasti dagur til að koma varningi til þeirra er föstudagurinn 6.nóvember. Flokkun og pökkun fer svo fram um helgina núna 6-8. nóvember en varningurinn verður sendur úr mánudaginn 9. nóvember. Aðstandendur söfnuninnar þiggja aðstoð við pökkun en lang best væri að skila öllu flokkuðu og merktu til að spara tíma og vinnu 🙂
Flutningafyrirtækið FRAKT ætlar að sjá um allan sendingarkostnað og koma þessu til skila! Hversu frábært framlag er það?! Endilega leggðu hönd á plóg ef þú getur.
Hér er svo linkur á viðburðinn á Facebook.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður