Vinkona okkar, sem býr í Köben, var að segja okkur frá mjög sniðugu fatapartý sem hún fór í á dögunum.
Hver kannast ekki við að eiga fullt af fötum sem hanga óhreyfð inni í skáp? Föt sem við geymum… því hugsanlega ætlum við einhvern tíman að fara í þau aftur (en gerum það aldrei) eða föt sem manni finnst maður „alltaf“ vera í og er samt komin með leið á?
Þá er þjóðráð að smala saman nokkrum vinkonum og allar koma með föt sem þær eru orðnar leiðar á, hættar að nota eða passa ekki lengur í. Síðan skiptumst við á fötum, eða jafnvel seljum fyrir smápening efs stemmning er fyrir því. Að glensi loknu er kósý að panta bara pízzu og fá sér smá rautt með.
Með því að halda svona fatapartý getur maður endurnýjað svolítið í fataskápnum og fengið “ný” föt… sem eru allavega ný fyrir þér. Og það besta er að vinkonur eiga það til að hafa svolítið keimlíkan smekk.
…og hér eru góðar reglur um hvernig á að skipuleggja og halda svona partý, til dæmis þannig að engin fari í fýlu yfir að fá ekki það sem hana langar mest í. Flott fyrir helgina!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.