Gengt Kjarvalsstöðum, nánar tiltekið í kjallaranum á Flókagötu 35 verður áhugaverður markaður í dag milli klukkan 18-21. Þar munu þær Gulla í MáMíMó og Candy Magnúsdóttir taka á móti gestum og gangandi á fatamarkaðnum FATÓ.
Á markaðnum kennir ýmissa grasa, meðal annars verður þar að finna hinar ýmsu merkjavörur; notaðar og ónotaðar – allt úr skápnunum þeirra Gullu og Candy. Til dæmis verða þarna ónotaðir FreeLance skór, Burberry kápa, Comme des Garcons ilmvötn, einn hrikalega flottur mokkajakki úr Spakmannspjörum og svo fullt, fullt af glingri!
Fyrstur kemur, fyrstur fær.
Gulla rak um árabil verslunina MáMíMó en til sölu verða auðvitað ýmsar MáMíMó vörur, bæði fallegir púðar og sérstakar handgerðar töskur. Litagleðin í hámarki hjá Gullu sem er þekkt fyrir listrænt auga og poppaðan stíl.
Þá verða einnig til sýnis vörur af facebooksíðunni Sýróp sem selur sérvalin húsgögn og skrautmuni frá fyrri tímum. Sjón er sannarlega sögu ríkari. Hvet þig til að reka inn nefnið hjá þessum flottu konum, máta fötin og þiggja hvítvínsdreitil.
FATÓ, Flókagötu 35, kjallara. Miðvikudaginn 13. október milli klukkan 18-21.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.