Tónleikastaðurinn Faktorý á Smiðjustíg fer í dálítið nýjan búning næstkomandi laugardag. Um er að ræða skemmtilegan og litríkan fatamarkað þar sem um þrjátíu hressar og smekklegar konur selja af sér spjarir, fylgihluti og skó. Það er starfsmaður á Faktorý sem fékk hugmyndina að fatamarkaðinum sem hefur tvisvar verið haldinn áður en aðspurð um hvers vegna henni hafi dottið þetta í hug segist hún vera mikil áhugamanneskja um föt.
” Ég hef sérstakan áhuga á sérstakri samsuðu tímabila með smá ” dash” af avant-garde. Nú eru útsölur í gangi alls staðar en ég valdi þennan tíma sérstaklega þar sem ég vildi fá almennilega fjölbreytni á einum stað,” segir Hildur.
“Nú eru margir að fylla fataskápana sína af ódýrum gersemum og ég vildi að sjálfsögðu leggja mitt af mörkum. Ég hef haldið fatamarkaðinn á Faktorý tvisvar sinnum áður þar sem ég er yfirbarþjónn en mér fannst tilvalið að nota þennan frábæra stað fyrir fatamarkað. Markaðurinn hefur fengið svo frábærar viðtökur að ég hef ákveðið að gera þetta að reglulegum viðburði.”
” Ég hef sérstakan áhuga á sérstakri samsuðu tímabila með smá ” dash” af avant-garde. Nú eru útsölur í gangi alls staðar en ég valdi þennan tíma sérstaklega þar sem ég vildi fá almennilega fjölbreytni á einum stað,” segir Hildur.
Hildur bætir því að áhugi fyrir básum hafi verið mun meiri en hægt var að koma fyrir á laugardaginn og því verði úrvalið á boðstólum sérlega fjölbreytt.
“Skart, föt og skór verða til sölu og að sjálfsögðu verður frábært andrúmsloft, góð tónlist og skemmtilegt fólk”
Fatamarkaður Faktorý er opinn 15 janúar frá kl. 13 – 18.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.