Stílistinn Rachel Zoe (39), sem er þekkt fyrir meðal annars það að vera stílisti Nicole Richie, Lindsay Lohan, Anne Hathaway og Demi Moore svo einhverjar séu nefndar, er nú að koma út með sína eigin fatalínu…
…Þessi nýja fatalína sem kallast einfaldlega The Rachel Zoe Collection (svakalega frumlegt nafn) mun líklegast koma út seint í sumar en hún mun innihalda vandaðar flíkur sem og fylgihluti.
Það er óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá fröken Zoe núna en hún er ólétt og á fullu í upptökum á raunveruleikaþáttunum The Rachel Zoe Project sem hafa notið nokkurra vinsælda í Bandaríkjunum.
Það verður svo spennandi að sjá fatalínu hennar í heild en þetta hefur verið draumur hjá henni í nokkur ár. Rachel lét hafa það eftir sér í viðtali nýlega að það að hanna þessa fatalínu væri það mest ógnvekjandi sem hún hefði gert en einnig það skemmtilegasta.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.