Það er ákveðinn lúxus að vera með fataskáp sem maður getur gengið inn í. Með því að raða fötunum upp á aðgengilegan hátt gerir það að verkum að maður er fljótari að klæða sig á morgnanna og föt gleymast síður.
Hægt er að útbúa fataherbergi á auðveldann hátt ef plássið er til staðar. Til dæmis er hægt er að endurraða auka herbergið, geymsluna eða einfaldlega setja upp skilrúm í svefnherberginu og gera aðstöðu þar fyrir fataherbergi. Það sem þarf til að útbúa fataherbergi er gott fatahengi, skipulagsbox og spegil. Mikilvægt að er að fá góða birtu inn í herbergið, ef dagsbirta er ekki möguleiki þá eru góð ljós nauðsynleg sem lýsa í hvern krók og kima.
Til þess að nýta allt plássið sem herbergið hefur upp á að bjóða er gott að setja upp hillur meðfram loftinu og setja hluti í glær skipulagsbox ofan á hillurnar og fyrir neðan fatahengið. Til að auka þægindi er gott að hafa óhreinatauskörfu inn í herberginu.
Hér eru svo nokkrar hugmyndir af mismunandi fataherbergjum, stórum sem smáum.
Linda fæddist þann 23. október árið 1988. Í dag er hún mamma í sambúð og með geysilegan áhuga á innanhúshönnun en áhuginn vaknaði þegar hún keypti fokhelt hús árið 2013. Verandi lífefnafræðingur hefur Linda líka mikinn áhuga á snyrtivörum og virkni þeirra. Linda er líka mikill bakari en hún bakar til að fá útrás fyrir sköpunargleðina og nýtur þess að taka fallegar myndir af afrakstrinum. Allar myndir í matarbloggfærslum eru því teknar af Lindu sjálfri og þú getur lesið meira af efni frá henni bæði hér undir notendanafninu og á mondlur.com