Farmers Market búðin við Hólmaslóð á Granda er algjört ævintýraland fyrir fagurkera en þar kennir ýmissa grasa og ég held það sé óhætt að fullyrða að þar finnir þú einhverja sæta jólagjöf ef þú ert ekki “búin með allt”.
Í jólagjafaleiðangrinum mínum, sem hófst klukkan 10 í morgun, renndi ég þar við í dag enda með mikla fóbíu fyrir mannmergð og var komin út úr Kringlunni með aðsvif rétt fyrir hádegi.
Ég brunaði út á Granda, að Hólmaslóð 2 en þar er einfalt mál að finna bílastæði og finna eitthvað fallegt hjá Farmers Market. Frábær þjónusta og nóg pláss. Fullkomið.
Ég hef alla tíð verið mjög mikill aðdáandi þessarar verslunar sem er rekin af þeim hjónum Jóel Pálssyni og Bergþóru Guðnadóttur hönnuði en fyrir utan það að vera frábær hönnuður er hún jafnframt mikil smekkkona og búðin er útfærð af aðdáunarferðu listfengi.
Í versluninni finnur þú nefnilega ekki aðeins þessi fallegu og vönduðu föt sem Berþóra hannar heldur líka allskonar sérvalda hluti sem koma héðan og þaðan úr heiminum, allt frá hauskúpum yfir í handgerð reykelsi og skart. Bæði mamma, pabbi, litlu krílin og krakkarnir, þú finnur eitthvað fyrir alla í Farmers Market. Svo lengi sem það fólk er hrifið af vönduðum og fallegum varningi.
Ég tók smá syrpu með myndavélina mína, bara til að leyfa ykkur að kíkja aðeins inn í búðina og sjá hvað þar er að finna. Ein skemmtilegasta gjöfin sem ég kom auga á kostar aðeins 1.500 kr en það er fallegt hefti, prentað hjá Reykjavík Letter Press, þar sem elskendur geta skrifað út litlar ‘ávísanir’ handa hvort öðru. Svo er auðvitað margt, margt, fleira en ég læt myndirnar tala sínu máli.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.