Ég er ákaflega ánægð með Anti-Blemish línuna frá Clinique.
Bæði 3 þrepa ferlið, maskann og Anti-Blemish farðann.
Þetta eru vörur sem koma í veg fyrir myndun fílapensla, að andlitið glansi og hjálpa til við að eyða leiðinda bólum.
Ég er verulega þakklát fyrir að hafa verið kynnt fyrir þessari línu, einfaldlega vegna þess að hún virkar.
Því vil ég hvetja ykkur sem eruð með vandræða húð að prófa Anti-Blemish.
Farðinn í línunni veitir miðlungsþekju sem er mjög gott fyrir slæma húð. Slæm húð verður að fá að anda! Þá er farðinn olíulaus og inniheldur virk efni sem vinna gegn bólum. Farðinn dregur líka úr roða, jafnar út húðlitinn og kemur í veg fyrir myndun fílapensla
Við sem erum með slæma húð könnumst við að þurfa að þekja andlitið vel og það getur verið erfitt að ná fram náttúrulegu og frísklegu útliti með tonn af farða.
Það sem er einmitt svo frábært við þennan farða er að hann lætur húðina ljóma, gefur silkiáferð og verður aldrei kekkjóttur.
Það sem er líka mjög jákvætt er að hann fæst fyrir þurra, feita og mjög feita húð. Ég er t.d. með þurra en slæma húð og hef því stundum lent í vandræðum með að finna vörur sem henta mér vegna þess að vörur fyrir slæma húð eru venjulega sniðnar að feitri húð.
Ef að þú ert með vandræða húð þá legg ég til að þú látir reyna á Anti-Blemish. Ekki spurning!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.